Verður ekki borinn út af jörðinni

Daníel hefur búið á Ingunnarstöðum frá 10 ára aldri. Hann …
Daníel hefur búið á Ingunnarstöðum frá 10 ára aldri. Hann er með 50 mjólkandi kýr og mikið af kálfum. Morgunblaðið/Golli

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða sem hafnaði kröfu dótturfélags Landsbankans um að Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum í Reykhólahreppi, verði borinn út af jörðinni.

Hæstiréttur taldi að Hömlur 1 ehf., dótturfélag Landsbankans, hefði ekki fært sönnur á það að réttur félagsins til að Daníel viki af jörðinni væri svo skýr og ótvíræður að hann yrði knúinn fram með beinni aðfarargerð.

Mbl.is hefur fjallað um mál Daníels á Ingunnarstöðum, en hann var sviptur starfsleyfi í nóvember á síðasta ári og hefur síðan þurft að hella niður allri mjólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert