Ekkert liggur annað fyrir í innanríkisráðuneytinu en að útboð vegna byggingar fangelsis á Hólmsheiði verði auglýst um næstu mánaðamót.
Jarðvinna á lóð fangelsis og nýlagnir veitna að henni hafa staðið yfir í sumar. Samkvæmt útboðinu átti verkinu að fullu að vera lokið eigi síðar en 15. október nk.
Fyrirhugað var að auglýsa útboð vegna byggingar fangelsisins um næstu mánaðamót. Samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu er vinna við gerð útboðsgagna á lokastigi og liggur ekkert annað fyrir en að útboðið verði auglýst í framhaldi af því.
Kostnaður við byggingu fangelsis á Hólmsheiði er áætlaður um 2 milljarðar.