Áfram fækkun í lögreglunni á Selfossi

Lögreglan þar sinnir víðfeðmu svæði en er þröngur stakkur sniðinn …
Lögreglan þar sinnir víðfeðmu svæði en er þröngur stakkur sniðinn með fjárveitingar frá hinu opinbera. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglumönnum á Selfossi fækkar frá og með haustinu um þrjá. Ekki verður ráðið í þeirra stað og þannig ætla stjórnendur Selfosslögreglunnar að spara.

Embættið er nú þegar komið 11 milljónir kr. fram úr áætlunum ársins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Alls eru lögreglumenn á Selfossi nú 24, voru 28 fyrir þremur árum. Allt stefnir því nú í að þeir verði orðnir 21 í haust. Það er 13-15 mönnum færra en þörf er talin á, samkvæmt mati ríkislögreglustjóra frá árinu 2007, miðað við íbúafjölda og umferð á Suðurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka