Opið útvarpsþing haldið í vetur

Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Páll Magnússon útvarpsstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisútvarpið stefnir á að halda opið útvarpsþing næstkomandi vetur. Þetta staðfestir Páll Magnússon útvarpsstjóri en að sögn hans verður þingið opið almenningi og auglýst þegar nær dregur.

„Það er ekki búið að tímasetja það alveg, þetta fer eftir því hvenær þeir erlendu gestir sem við hyggjumst bjóða til þingsins gefa kost á sér hvaða tímasetningar endanlega verða ákveðnar en það mun liggja fyrir núna í haust,“ segir Páll sem bendir á að allskonar aðilar verði fengnir til að vera með framlög, innlegg og erindi á þinginu varðandi alla þætti í starfi og stefnu Ríkisútvarpsins.

Í þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið ohf., sem undirritaður var í júní 2011, er kveðið á um að árlegt opið útvarpsþing þar sem til dæmis er rætt um starfsemi Ríkisútvarpsins, hugmyndafræði þess og hlutverk útvarps í almannaþágu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert