Opið útvarpsþing haldið í vetur

Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Páll Magnússon útvarpsstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­út­varpið stefn­ir á að halda opið út­varpsþing næst­kom­andi vet­ur. Þetta staðfest­ir Páll Magnús­son út­varps­stjóri en að sögn hans verður þingið opið al­menn­ingi og aug­lýst þegar nær dreg­ur.

„Það er ekki búið að tíma­setja það al­veg, þetta fer eft­ir því hvenær þeir er­lendu gest­ir sem við hyggj­umst bjóða til þings­ins gefa kost á sér hvaða tíma­setn­ing­ar end­an­lega verða ákveðnar en það mun liggja fyr­ir núna í haust,“ seg­ir Páll sem bend­ir á að allskon­ar aðilar verði fengn­ir til að vera með fram­lög, inn­legg og er­indi á þing­inu varðandi alla þætti í starfi og stefnu Rík­is­út­varps­ins.

Í þjón­ustu­samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins við Rík­is­út­varpið ohf., sem und­ir­ritaður var í júní 2011, er kveðið á um að ár­legt opið út­varpsþing þar sem til dæm­is er rætt um starf­semi Rík­is­út­varps­ins, hug­mynda­fræði þess og hlut­verk út­varps í al­mannaþágu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert