Sólarflug á Suðurlandi

Vatnaskil. Hér sjást tært Sogið og kakómjólkurlituð Hvítá mætast. Grímsnes …
Vatnaskil. Hér sjást tært Sogið og kakómjólkurlituð Hvítá mætast. Grímsnes og Búrfell í baksýn. mbl.is/sbs

Þétt set­in tjaldsvæði, bíl­ar við nán­ast hvert sum­ar­hús, veiðimenn við feng­sæl­ar ár og bænd­ur í heyskap. Þetta var meðal þess sem sást í skemmti­legri flug­ferð á laug­ar­dag­inn, á ein­um veður­blíðasta degi sem komið hef­ur þetta sum­arið.

Eitt það skemmti­leg­asta við flug, með litl­um einka­vél­um, er að yf­ir­leitt er farið lágt yfir og út­sýnið verður því æv­in­týra­legt. Landið sést með nýj­um svip og á jörðu niðri virðist allt ótrú­lega friðsælt. Á jafn­sléttu er takt­ur­inn hins veg­ar ann­ar.

Fugl­inn frjáls

Það er fal­legt á Suður­landi. Grón­ar sveit­irn­ar grípa augað, en það er líka gam­an að sjá ýmis mann­virki og kenni­leiti í nátt­úr­unni, sem eru utan al­fara­leiða.

Tíðindamaður Mbl.is flaug með Kristjáni Berg­steins­syni á Sel­fossi. Hann er einka­flugmaður og stefn­ir á að afla sér rétt­inda at­vinnuflug­manns. Not­ar því laus­ar stund­ir mikið til þess að safna tím­um - og hvað er skemmti­legra en fljúga eins og fugl­inn frjáls? 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert