Sólarflug á Suðurlandi

Vatnaskil. Hér sjást tært Sogið og kakómjólkurlituð Hvítá mætast. Grímsnes …
Vatnaskil. Hér sjást tært Sogið og kakómjólkurlituð Hvítá mætast. Grímsnes og Búrfell í baksýn. mbl.is/sbs

Þétt setin tjaldsvæði, bílar við nánast hvert sumarhús, veiðimenn við fengsælar ár og bændur í heyskap. Þetta var meðal þess sem sást í skemmtilegri flugferð á laugardaginn, á einum veðurblíðasta degi sem komið hefur þetta sumarið.

Eitt það skemmtilegasta við flug, með litlum einkavélum, er að yfirleitt er farið lágt yfir og útsýnið verður því ævintýralegt. Landið sést með nýjum svip og á jörðu niðri virðist allt ótrúlega friðsælt. Á jafnsléttu er takturinn hins vegar annar.

Fuglinn frjáls

Það er fallegt á Suðurlandi. Grónar sveitirnar grípa augað, en það er líka gaman að sjá ýmis mannvirki og kennileiti í náttúrunni, sem eru utan alfaraleiða.

Tíðindamaður Mbl.is flaug með Kristjáni Bergsteinssyni á Selfossi. Hann er einkaflugmaður og stefnir á að afla sér réttinda atvinnuflugmanns. Notar því lausar stundir mikið til þess að safna tímum - og hvað er skemmtilegra en fljúga eins og fuglinn frjáls? 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert