Í vikunni og um verslunarmannahelgina má búast við besta veðrinu á suðvesturhorni landsins. Norðlæg átt verður yfir landinu og því heldur kaldara en undanfarna daga.
Á miðvikudag verður norðlæg átt, 8-13 m/s við norðausturströndina og vestanlands. Skýjað verður um landið norðan- og austanvert og skúrir norðaustanlands, en bjart með köflum suðvestanlands og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 5 til 10 stig fyrir norðan, en annars 11 til 18 og hlýjast á suðurlandi.
Á fimmtudag verður hægari norðaustlæg átt og skúrir norðaustan til. Bjart verður suðvestanlands.
Á föstudag verður hvassast fyrir austan og rigning eða skúrir, og þá sérstaklega síðdegis. Bjart verður að mestu suðvestan til. Hiti á bilinu 8 til 18 sig. Hlýjast suðvestan til.
Á laugardag og sunnudag verður áfram norðlæg átt og því kaldara en undanfarið hefur verið. Votviðri verður norðan og austan til og hiti á bilinu 7-12 stig.