Endurskoða Mærudaga vegna óláta

Yfir hábjartan daginn var allt í góðum málum á Mærudögum.
Yfir hábjartan daginn var allt í góðum málum á Mærudögum. mbl.is

„Í ljósi reynslu helgarinnar erum við að sjálfsögðu tilbúin að endurskoða fyrirkomulag þessarar bæjarhátíðar,“ segir Einar Gíslason framkvæmdastjóri Mærudaga sem haldnir voru á Húsavík um helgina.

Mikil ölvun var á hátíðinni, illindi og átök. Fjórar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar af ein alvarleg, og liggja kærur fyrir. Eftir aðfaranótt sunnudagsins voru allir fangaklefar lögreglu fullir.

Lögreglan á Húsavík segir að frá hennar bæjardyrum séð hefðu Mærudagar aldrei verið jafn erfiðir. Nærri 5.000 manns voru á Mærudögum, þar með taldir um 2.200 íbúar á Húsavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert