Endurskoðar lög um fasteignakaup útlendinga

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur ákveðið að hefja heildarendurskoðun á lögum og reglum um rétt útlendinga til að öðlast eignarétt og afnotarétt yfir fasteignum hér á landi.

Eins og fram hefur komið hefur Hanna Birna fellt úr gildi reglugerð fyrrverandi innanríkisráðherra um rétt útlendinga til að öðlast eignarétt eða afnotarétt yfir fasteignum. Í því felst að útlendingar, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, þurfa ekki að sækja um leyfi til til að öðlast yfirráðarétt yfir fasteign eða landareign hér á landi.

ESA óskaði eftir rökstuðningi fyrir reglugerðinni

Í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að Eftirlitsstofnun EFA (ESA) dragi lögmæti breytinga fyrrverandi innanríkisráðherra frá 17. apríl síðastliðinn í efa. Óskaði ESA eftir rökstuðningi ráðuneytisins fyrir því hvernig reglugerðin standist 40. gr. EES samningsins um frjálst flæði fjármagns og búsetutilskipun ESB.

Ráðherra ákvað að fella brott reglugerðina sem fyrrverandi ráðherra undirritaði í vor kynnti hún þá ákvörðun á ríkisstjórnarfundi 25. júlí síðastliðinn. Útlendingar, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, þurfa því ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins á grundvelli 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1996. Hins vegar gilda óbreyttar reglur um ríkisborgara utan EES sem áfram þurfa að sækja um heimild vegna fasteigna- eða landakaupa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka