Um 60.000 manns heimsækja nú Þórsmörk yfir sumartímann og fara flestir á eigin vegum.
Þórsmerkurferðir á vegum Ferðafélags Íslands hófust árið 1933 og fóru þá 19 manns. Nú fara um þúsund manns á hverju ári á vegum Ferðafélagsins í Þórsmörk.
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, segir í fréttaskýringu í Mogrunblaðinu í dag, að félagið hafi átt mikinn þátt í að kynda undir ferðaáhuga almennings og byggja upp aðstöðu fyrir ferðafólk. Þórsmörk hafi þar alla tíð skipað sérstakan sess hjá félagsmönnum.