Um 250 eldingar á klukkustund

Mikið þrumuveður gerði á landinu um helgina. Mældust óvenjumargar eldingar bæði á laugardag og sunnudag. Nokkuð þrumuveður varð fyrr í vikunni en á laugardag jókst það til muna á mældust um 100 eldingar á klukkustund þegar mest lét. Á sunnudaginn klukkan 17. var fjöldinn kominn upp í 250 á klukkustund. Meðfylgjandi er myndskeið sem náðist af eldingu í Svínadal. 

Öflugast var þrumuveðrið á svæðinu suðvestur af Hofsjökli og síðan í Borgarfirði og vestur um Mýrar.

„Þrumuveður er í sjálfu sér ekki óalgengt hér á landi,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur, en bendir á að það hafi verið sérstaklega mikið þrumuveður í síðustu viku. „250 eldingar á klukkustund er talsvert mikið hér á landi, en lítið miðað við á mörgum stöðum erlendis. Það vekur einnig athygli að þrumuveðrið í síðustu viku var á allstóru svæði.“

 Trausti bloggar um þrumuveðrið á bloggsíðu sinni.

Sjá einnig: Myndband af eldingu á hálendinu

Sjá einnig: Miklar eldingar á hálendinu

Eldingar á Íslandi í síðustu viku. Bláu punktarnir tákna upphaf …
Eldingar á Íslandi í síðustu viku. Bláu punktarnir tákna upphaf vikunnar en þeir verða rauðari eftir því sem líður á vikuna. UK Met office
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert