Verulegar áhyggjur af stöðu mála

Geislafræðingar sinna gríðarlega mikilvægu starfi innan LSH.
Geislafræðingar sinna gríðarlega mikilvægu starfi innan LSH.

„Við höfum verulegar áhyggjur af þessum uppsögnum vegna þess að störf geislafræðinga eru mjög mikilvæg fyrir krabbameinssjúklinga þegar kemur að greiningu sjúkdómanna, eftirliti með þróun þeirra og mati á árangri meðferðar.“

Þetta segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands í Morgunblaðinu í dag, en tveir þriðju hlutar þeirra geislafræðinga á Landspítalanum hafa sagt upp störfum frá og með næsta fimmtudegi.

„Þannig að öllu þessu ferli og öllum þáttum er ógnað með uppsögnum og auðvitað viljum við hvetja samningsaðila til að gera allt sem hægt er að gera á þessum lokaspretti til að ná einhverskonar sátt þannig ekki komi til þessarar erfiðu stöðu sem nú blasir við,“ segir Ragnheiður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert