Ástæða til að hafa áhyggjur

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur ef það mistekst að láta launahækkanir haldast í hendur við aukna verðmætasköpun í landinu. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Hinn 29. júní síðastliðinn hækkaði kjararáð laun 23 forstöðumanna félaga í ríkiseigu. „Nú er það þannig með ákvörðun kjararáðs að hún er byggð á ákveðnum forsendum og ég held að þær út af fyrir sig haldi, launaskriðsvandinn hafi miklu frekar verið á almenna vinnumarkaðnum heldur en hjá kjararáði,“ segir Bjarni spurður út í fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs.

Hann bætir við að hann sé sammála Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, með að það sé gríðarlega mikilvægt að núna séu engin skref stigin sem setji komandi kjaraviðræður í einhvers konar uppnám.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert