Fækkun í útgáfu vegabréfa

Alls voru gefin út 6.039 íslensk vegabréf í júní en í sama mánuði í fyrra voru gefin út 6.932 vegabréf. Fækkar því útgefnum vegabréfum um 12,9 % milli ára. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Þjóðskrá Íslands annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja. Vakin er athygli á því að frá 1. mars 2013 var gildistími vegabréfa lengdur úr fimm árum í tíu ár.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert