Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti samhljóða á aukafundi í kvöld, að veita fulltrúum sveitarfélagsins fullt umboð til að skrifa undir fyrirliggjandi samninga við þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma fyrirtækisins um uppbyggingu kísiliðjuvers á Bakka.
Þetta kemur fram í frétt í Vikudegi á Akureyri. Í febrúar á þessu ári skrifaði þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra undur yfirlýsingu um samstarf ríkisins við Norðurþing, Hafnarsjóð Norðurþings og PCC um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir svo hægt verði að hefja framkvæmdir.
Vikudagur hefur eftir Gunnlaugi Stefánssyni, forseta bæjarstjórnar Norðurþings, að stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist í haust.