Fulltrúar geislafræðinga og Landspítalans funduðu í gærkvöldi en vilja lítið gefa upp um gang viðræðnanna. Stór hluti geislafræðinga á Landspítalanum hættir störfum næstkomandi fimmtudag að óbreyttu.
Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, vildi ekki gefa upp hvort hún væri bjartsýnni á lausn deilunnar í kjölfar fundarins þegar Morgunblaðið náði tali af henni seint í gærkvöldi. Hún sagði að í það minnsta væri góðs viti að viðræður væru í gangi.
Jón Hilmar Friðriksson, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir Í Morgunblaðinu í dag of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til bjartsýni á að deilan leysist fyrir fimmtudag.