Gerir athugasemd við páfagaukabjörgun

Kolbrún, annar eigandi páfagauksins, komst upp á útskot hússins með …
Kolbrún, annar eigandi páfagauksins, komst upp á útskot hússins með hjálp lyftara prentsmiðjunnar. mbl.is

Vinnueftirlitið hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að mikilvægt sé að hafa í huga að lyftarar, hjólaskóflur, kranar og önnur tæki séu ekki notuð til að lyfta fólki. Í morgun fór fram  björgunaraðgerð við höfuðstöðvar mbl.is og Morgunblaðsins í Hádegismóum vegna páfagauks sem hafði villst að heiman og sat á rimlum við glugga hússins. Við björgunina var notaður lyftari. Fréttin af björguninni, sem tókst með ágætum, hefur vakið mikla athygli á mbl.is í dag.

Í frétt Vinnueftirlitsins segir: 

Nú á sumarmánuðum þegar til falla ýmis verk er mikilvægt að hafa í huga að lyftarar, hjólaskóflur, kranar og önnur tæki séu ekki notuð til að lyfta fólki.

En einungis er heimilt að lyfta fólki í mannkörfu sem fest er með tryggilegum hætti á lyftibúnað. Vert er að vekja athygli á neðangreindum ákvæðum í þessu sambandi úr reglugerð um notkun tækja nr. 367/2006.

„Tæki til að lyfta starfsmönnum eða flytja þá skulu hönnuð þannig að:

  1. með viðeigandi búnaði sé komið í veg fyrir að karfan eða ámóta búnaður, ef slíkt er fyrir hendi, geti fallið niður;
  2. komið sé í veg fyrir að notandi geti fallið úr körfunni eða ámóta búnaði, ef slíkt er fyrir hendi;
  3. komið sé í veg fyrir að notandi geti kramist, klemmst eða fengið högg á sig, einkum við óviljandi snertingu við hluti;
  4. tryggt sé að menn sem sitja fastir ef slys verður séu ekki í hættu og náist út.

Ef ekki er unnt, vegna staðsetningar og hæðarmismunar, með sérstökum öryggisbúnaði að koma í veg fyrir slysahættu sem um getur í a-lið, skal nota sérstaklega styrkta öryggislínu sem er skoðuð á hverjum vinnudegi.“

Og hins vegar reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað og viðeigandi staðla er lúta að gerð mannkarfa.“

Frétt mbl.is: Páfagauknum bjargað með lyftara

Lofthræðslan á það til að sækja að þegar í háloft …
Lofthræðslan á það til að sækja að þegar í háloft er komið, og fékk Kolbrún hjálp við að komast niður. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert