Þyrnirós komin á mannanafnaskrá

Þyrnirós er þekkt ævintýraprinsessa.
Þyrnirós er þekkt ævintýraprinsessa.

Mannanafnanefnd hefur samþykkt að færa kvenmannsnafnið Þyrnirós á mannanafnaskrá. Í úrskurði nefndarinnar segir að eiginnafnið Þyrnirós taki íslenska beygingu í eignarfalli og uppfylli einnig að öðru leyti lög um mannanöfn.

Á fundi nefndarinnar þann 5. júlí voru nöfnin Auðberg og Venný einnig tekin fyrir. Karlmannsnafnið Auðberg var samþykkt og sömuleiðis kvenmannsnafnið Venný. 

 Frétt mbl.is: Ævintýraleg mannanöfn leyfileg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka