Samkomulag við geislafræðinga

Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi.
Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi. Friðrik Tryggvason

Samkomulag hefur náðst í deilu geislafræðinga og Landspítalans. Hefðu samningar ekki náðst hefði stór hluti geislafræðinga látið af störfum.

„Í endurnýjuðum stofnanasamningi felst hækkun vegna jafnlaunaátaks ríkisins og breytinga á vinnuframlagi og vaktakerfis sem er til hagsbóta fyrir starfsmenn og spítalann og báðir aðilar mega vel við una. Þá er ákveðin viðbótarumbun fyrir meiri menntun sem er öllum til góða til lengri tíma litið,“ segir Björn Zoega, forstjóri Landspítalans.

Björn segist reikna með að þeir sem semja fyrir félagið hafi trú á því að stór hluti þeirra dragi til baka uppsagnir sínar í kjölfar þessara samninga. „Þetta er það sem við getum gert til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. Við vonum að fleiri geislafræðingar muni koma aftur til starfa til þess að styðja við starfsemina. Þá má reikna með því að starfsemi spítalans komist á eðlilegt ról eftir því sem líða tekur á daginn en búast má við einhverri bið til að byrja með."

Frétt mbl.is: Lokatilraun til að ná samningum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert