Skrifstofu sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi lokar nú um mánaðamótin. Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi, segir í tilkynningu að skrifstofan hafi verið opnuð í mars árið 2009 eftir samkomulag milli ríkisstjórnar Íslands og sjóðsins.
Í tilkynningunni segir að Ísland hafi staðið við þann samning sem gerður var við AGS í september árið 2008. Nú sé íslenskt efnahagslíf óðum að jafna sig.
„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hlakkar ti að halda áfram nánu samstarfi við Ísland í gegnum höfuðstöðvar sínar,“ segir í tilkynningu Franeks Rozwadowskis.