Skapar um 20 þúsund störf

Í Reykjavíkurhöfn.
Í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Umfang sjávarútvegs á Faxaflóahafnasvæðinu, þ.e. í Reykjavík og á Akranesi, jókst talsvert á árunum 2009 til 2011. Þannig var umfang sjávarútvegs á svæðinu 16,47% af heildarframlagi sjávarútvegs á landsvísu árið 2008 en árið 2011 var þetta sama hlutfall hinsvegar komið upp í 19,54%.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu um umfang sjávarútvegs á Faxaflóahafnasvæðinu sem hagfræðineminn Ásgeir Friðrik Heimisson vann fyrir Faxaflóahafnir sf. og Íslenska sjávarklasann.

Sjávarútvegurinn á góðu róli

Að sögn Ásgeirs Friðriks var árið 2012 gott ár fyrir sjávarútveginn og hann telur að það hafi að minnsta kosti ekki verið síðra en árið 2011. „Það er frekar erfitt að nálgast gögn fyrir árið 2012 á flestum stöðum, það er ekki enn búið að vinna þau öll,“ segir Ásgeir Friðrik í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Hann segist hafa það á tilfinningunni að sjávarútvegur á svæðinu sé bæði á góðu róli og á uppleið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert