Vigdís vill ekki „nýjan steypukubb“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

,Að fara að byggja hér nýjan steinsteypukubb upp á 60-80 milljarða á meðan starfsfólk er að ganga út af Landspítalanum - það er ekki nokkuð einasta vit í því,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. „Við Framsóknarmenn höfum talað skýrt. þjóðin hefur ekki efni á nýjum spítala í dag, það eru alveg hreinar línur.“

Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar en hópurinn mun líklega skila tillögum sínum í kringum 20. ágúst.

Vigdís var m.a. spurð um fyrirhuguð jarðgöng og sagði hún að ekki yrði hætt við Vaðlaheiðargöng, enda væri sú framkvæmd hafin. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um afdrif Norðfjarðarganga.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert