Hafnað 2.000 sinnum

Félagsfræðingurinn Baldvin Jónsson var kominn vel á veg með aðra meistaragráðu sína frá erlendum háskóla þegar hann þurfti að hætta námi við Edinborgarháskóla vegna efnahagshrunsins á Íslandi. Nám og uppihald í Skotlandi varð óviðráðanlega dýrt eftir að gengi krónunnar hrundi.

„Ég átti enga aðra kosti en að koma heim,“ segir Baldvin en síðan eru liðin tæp fimm ár og hefur hann enn ekki fengið vinnu á Íslandi, þrátt fyrir að hafa sótt um starf á að giska tvö þúsund sinnum.

Hefur Baldvin sóst eftir lagerstörfum, málningarvinnu, afgreiðslu á bensínstöð, vinnu við vegagerð og fjölda annarra starfa en alltaf komið að lokuðum dyrum.

Gerðist sjálfboðaliði í Afríku

Baldvin tók sér árshlé frá atvinnuleit til að sækja námskeið í hjálparstörfum í Bandaríkjunum sem hann nýtti til sjálfboðastarfa í Mósambík. Hann hyggur nú á nám í þróunarfræðum við Háskóla Íslands og íhugar jafnvel að hefja nám til meistaragráðu í háskóla í þriðja sinn. Hann situr ekki auðum höndum heldur sinnir blómum í gróðurhúsi sem ættingi hans rekur í Mosfellsbæ.

Baldvin hefur velt því fyrir sér hvort það borgi sig að sleppa prófgráðunum þegar hann leggur fram umsóknir um vinnu, að því er fram kemur í samtali við hann í umfjöllun um atvinnumarkaðinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert