„Þetta er algjört einelti“

Jón Gerald Sullenberger í verslun sinni á Dalvegi.
Jón Gerald Sullenberger í verslun sinni á Dalvegi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta er al­gjört einelti. Þetta er í átt­unda sinn sem þetta fólk kem­ur í búðina okk­ar. Þetta er sóun á pen­ing­um skatt­greiðenda. Þeim væri bet­ur varið í bar­áttu gegn sölu á eit­ur­lyfj­um en að at­huga hvað er í Pring­les-kart­öflu­f­lög­um,“ seg­ir Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger, kaupmaður í Kosti, í til­efni af heim­sókn starfs­manna Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins í versl­un­ina í dag.

Jón Ger­ald get­ur sér til um að til­efni heim­sókn­ar­inn­ar sé heilsíðuaug­lýs­ing Kosts í Frétta­tím­an­um í dag þar sem vör­ur frá Norður-Am­er­íku í versl­un­inni eru aug­lýst­ar.

Sama og fyr­ir síðustu jól

„Allt sem kem­ur frá Am­er­íku er bannað í aug­um eft­ir­lits­ins. Hvað held­ur heil­brigðis­eft­ir­litið eig­in­lega að sé í vör­um á borð við Skitt­les, Hers­hey's-súkkulaði, Twix eða On the bor­der tortilla chips? Við erum að und­ir­búa versl­un­ar­manna­helgi og það sama ger­ist og fyr­ir síðustu jól að hingað mæta tveir full­trú­ar frá eft­ir­lit­inu með möppu og fylla inn­kaupa­körfu af vör­um. Þeir eru að taka sýn­is­horn af þessu.

Kannski er eft­ir­litið að fara í úti­legu? Þetta er sama taktík og fyr­ir síðustu jól þegar þau mættu á Þor­láks­messu. Hver er til­gang­ur­inn? Það er ekki verið að kanna hvort hita­stigið í kæl­un­um sé í lagi - að hreint og fínt sé í kring­um kjötið og græn­metið. Það er verið að fylla körfu af snakki og sæl­gæti. Ég á ekki auka­tekið orð yfir þessu.

Mat­væla­stofn­un fær á hverju ári 1,2 millj­arða af fé skatt­greiðenda. Er verið að sóa þeim fjár­mun­um í svona vit­leysu?“ seg­ir Jón Ger­ald. 

Full­trú­ar Heil­brigðis­eft­ir­lits Hafn­ar­fjarðar- og Kópa­vogs­svæðis mættu í versl­un Kosts á Dal­vegi í dag, en MAST fer einnig með yf­ir­um­sjón með mat­væla­eft­ir­liti á veg­um heil­brigðis­eft­ir­lits sveit­ar­fé­laga.

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis við störf í Kosti í …
Starfs­menn Heil­brigðis­eft­ir­lits Hafn­ar­fjarðar- og Kópa­vogs­svæðis við störf í Kosti í dag. Ljós­mynd/​Kost­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert