„Höfum komið allt of oft

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis við störf í Kosti í …
Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis við störf í Kosti í dag. Ljósmynd/Kostur

Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, segir alveg rétt hjá Jón Gerald Sullenberger, kaupmanni í Kosti, að eftirlitið hafi komið allt of oft í heimsókn til hans. Hann segir það hins vegar vera vegna skorts á innra eftirliti í versluninni með að matvælalögunum sé fylgt.

Jón Gerald kvartar yfir því sem hann kallar einelti á verslun sinni, Kosti, og setur spurningamerki við heimsóknir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. „Þetta er algjört einelti. Þetta er í áttunda sinn sem þetta fólk kemur í búðina okkar. Þetta er sóun á peningum skattgreiðenda,“ sagði Jón við Mbl.is fyrr í dag. 

Verðum að gera okkar eigin athuganir

Guðmundur vísar í fundargerð Heilbrigðiseftirlitsins frá 24. júní í ár. Þar kemur fram að ábending hafi borist eftirlitinu vegna vanmerktra og ólöglegra matvæla. „Fyrirtækið á að skila okkur áætlun um það hvernig þeir ætla að standa að eftirliti í sinni verslun, að farið sé að matvælalögunum. Þeir gera það ekki og þá komumst við ekkert lengra nema við gerum okkar eigin athuganir,“ segir Guðmundur. 

„En þess vegna er ég alveg sammála Jóni Geraldi, við erum þarna allt of oft, en það er vegna skorts á innra eftirliti í versluninni með því að matvælalögunum sé fylgt.“

„Þetta er algjört einelti“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert