Þrjú minniháttar fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í nótt. Þá gistir einn maður fangaklefa en sá var ölvaður og þreyttur. „Þetta tókst vel og við erum sáttir,“ segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri í Eyjum en húkkaraballið var haldið utandyra í gær í fyrsta sinn í svokölluðu Fiskiðjusundi (Vigtartorgi) skammt frá Vestmannaeyjahöfn. Þjóðhátíð verður sett í dag.
Pétur segir þónokkuð margt fólk hafa verið á húkkaraballinu. Allt hafi farið vel fram að því er lögregla kemst næst og engar kærur borist. Milt og gott veður var á svæðinu.
Þrír voru teknir með litla skammta af kannabisefnum, til eigin neyslu.