„Þetta er ótrúleg upplifun“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mbl.is/Steinþór

„Þetta er ótrúleg upplifun,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, eftir fyrsta hluta hátíðarhaldanna í Mountain í Norður-Dakota í Bandaríkjunum í morgun.

114. Íslendingahátíðin í Mountain hófst í gærkvöldi og henni lýkur á morgun. Curtis Olafson, formaður Íslendingafélagsins á staðnum, gerir ráð fyrir að um 7.000 manns sæki hátíðina að þessu sinni, en innan við 100 manns búa hérna. Veðrið leikur við gesti og Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, hafa gefið sér góðan tíma til þess að ræða við fólkið.

„Það er rétt sem mér hefur verið sagt, það er ekki hægt að lýsa þessu,“ segir Sigmundur Davíð. „Þetta kemur öllum á óvart.“

Fjölmiðlar hafa setið um Sigmund Davíð enda vekur heimsóknin mikla athygli, en hann er fjórði íslenski forsætisráðherrann sem tekur þátt í þessari hátíð.

Forsætisráðherra er heiðursgestur í Mountain og lagði áherslu á það í hátíðarræðu sinni að það væri mikill heiður fyrir þau hjónin að taka þátt í þessum viðburði og fá tækifæri til að hitta svo margt fólk af íslenskum ættum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans ásamt Wayne og Loretta Bernhoft, en hún er ræðismaður Íslands í Mountain mbl.is/Steinþór
Fjölmiðlar í Kanada hafa sýnt Sigmundi Davíð mikinn áhuga.
Fjölmiðlar í Kanada hafa sýnt Sigmundi Davíð mikinn áhuga. mbl.is/Steinþór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert