Maðurinn reyndist vera saklaus

mbl.is/Hjörtur

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir orðið ljóst að maðurinn sem grunaður var um nauðgun í Vestmannaeyjum í fyrrinótt er saklaus af ásökunum sem á hann voru bornar.

Kona um tvítugt leitaði til lögreglu í nótt og sagði að sér hefði verið nauðgað. Hún benti lögreglu á tjald þar sem meint brot átti að hafa átt sér stað. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og vistaður í fangageymsla á meðan málið var í rannsókn. Honum hefur nú verið sleppt og er ekki grunaður um refsivert athæfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert