Mömmur baka 1.500 möffins

Ungur drengur horfir girndaraugum á kökurnar
Ungur drengur horfir girndaraugum á kökurnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímssin

Sæl­ker­ar á Ak­ur­eyri flykkj­ast nú í Lystig­arðinn vegna viðburðar­ins „Mömm­ur og möff­ins“ en þar eru 1.500 lit­rík­ar möff­ins til sölu til góðgerðar­mála. All­ur ágóði söl­unn­ar renn­ur til fæðing­ar­deild­ar­inn­ar á Ak­ur­eyri.

„Hug­mynd­in er sú að baka flott­ar möff­ins, gera eitt­hvað skemmti­legt og láta gott af sér leiða í leiðinni,“ seg­ir Mar­grét Jóns­dótt­ir, möff­ins­bak­ari með meiru.

Ákveðinn kjarna­hóp­ur hef­ur staðið fyr­ir viðburðinum síðustu fjög­ur ár en bæj­ar­bú­ar eru marg­ir farn­ir að leggja hönd á plóg. „Við erum kjarni sem bök­um, en við erum einnig með face­book síðu þar sem við setj­um inn frétt­ir og upp­skrift­ir. Síðan streyma bara Ak­ur­eyr­ing­ar hingað inn með kök­ur á bökk­um.“ Þá seg­ir hún köku­borðið helst líkj­ast list­sýn­ingu þar sem lit­rík­ar og fal­leg­ar kök­ur standi í röðum á hvít­dúkuðum borðum. 

Hver möff­ins er seld á 300 krón­ur en Mar­grét seg­ir marga greiða meira. Síðustu ár hafa all­ar kök­urn­ar klár­ast og reikn­ar hún með að svo verði einnig í ár. Ljóst er því að dágóð fjár­hæð safn­ast fyr­ir fæðing­ar­deild­ina þar sem sölu­and­virðið nem­ur að minnsta kosti 450 þúsund krón­um.

Upp­boð á list­mun er einnig fast­ur liður viðburðar­ins. Í ár verður boðinn upp silf­ur­hring­ur smíðaður af BOM systr­um, þeim Bryn­dísi og Oddrúnu Magnús­dætr­um. Mar­grét seg­ir hring­inn vera ótrú­lega fal­leg­an með bleikri perlu sem lík­ist helst möff­ins.

Lif­andi tónlist er í Lystig­arðinum þar sem Inga Ey­dal og Her­mann Ara­son í band­inu „Heil­brigðis­eft­ir­litið“ og söng­kon­an Mó­heiður Guðmunds­dótt­ir spila og syngja.

Möff­inssal­an hef­ur þó ekki gengið áfalla­laust í gegn­um árin þar sem Heil­brigðis­eft­ir­litið gerði at­huga­semd við söl­una árið 2011. „Heil­brigðis­eft­ir­litið sagði okk­ur að þetta væri bara alls ekki leyfi­legt og að það þyrfti að stoppa söl­una þar sem kök­urn­ar voru bakaðar í óvottuðu eld­húsi.“

Lög­gjöf­inni hef­ur hins veg­ar verið breytt síðan þá og leyfi­legt telst nú að baka í óvottuðu eld­húsi til góðgerðar­mála en Mar­grét seg­ir möff­ins­söl­una því vera komna til að vera.

Borðið líkist helst listaverki með litríkum möffins
Borðið lík­ist helst lista­verki með lit­rík­um möff­ins Morg­un­blaðið/​Skapti Hall­grímss­in
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert