Vill svara ESB með meiri veiðum

mbl.is/Helgi Bjarnason

„Ef ESB ger­ir al­vöru úr ófyr­ir­leitn­um hót­un­um um ólög­mæt­ar refsiaðgerðir væri rétt­ast að Ísland skammti sér meiri kvóta. Við erum í full­um rétti til þess og óþarft að sýna ESB til­lit­semi ef þeir sýna okk­ur ekk­ert nema vanþakk­læti.“

Þetta seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, á Face­book-síðu sinni í dag um hót­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins um refsiaðgerðir gegn Íslend­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar en sam­bandið hef­ur hafið und­ir­bún­ing að slík­um aðgerðum og er komið lengra á veg í þeim efn­um gagn­vart Fær­ey­ing­um vegna síld­ar- og mak­ríl­veiða þeirra.

Bú­ist er við að aðgerðir ESB muni fela í sér lönd­un­ar­bann á fær­eyskri síld og mak­ríl í höfn­um sam­bands­ins en þær gætu einnig gengið lengra en það og náð til fleiri fiski­stofna. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, Jacob Vesterga­ard, hef­ur lýst því yfir að geri ESB al­vöru úr hót­un­um sín­um, sem aðallega bein­ast að síld­veiðum Fær­ey­inga, gætu viðbrögð þeirra orðið þau að auka síld­veiðikvót­ann.

Mak­ríl­stofn­inn stærri en talið hef­ur verið

„Norsk­ir fiski­fræðing­ar telja mak­ríl­stofn­inn orðinn hættu­lega stór­an. Á sama tíma hót­ar ESB Íslandi refsiaðgerðum fyr­ir að setja sér í raun mjög hóf­leg­an kvóta sé miðað við hvað stofn­inn þyng­ist mikið í ís­lenskri lög­sögu,“ seg­ir Frosti enn­frem­ur og vís­ar þar til nýrr­ar rann­sókn­ar vís­inda­manna norsku haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar sem bend­ir til þess að mak­ríl­stofn­inn sé miklu stærri en Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) hef­ur áætlað.

Haft er eft­ir fiski­fræðingn­um Jens Christian Holst hjá norsku haf­rann­sókn­ar­stofn­un­inni í norsk­um fjöl­miðlum að nauðsyn­legt sé að auka veru­lega veiðar úr mak­ríl­stofn­in­um til þess að tryggja sjálf­bærni hans og annarra fiski­teg­unda sem og fugla­teg­unda sem háðar eru sömu fæðu og hann. Hann seg­ir að áhersl­an hafi til þessa verið um of á að koma í veg fyr­ir of­veiði og ekki reiknað með að stofn­ar gætu orðið of stór­ir. Of­veiði sé slæm en verði fiski­stofn­ar of stór­ir sé það verra þar sem þeir ógni þá bæði sjálf­um sér og öðrum teg­und­um komi til skorts á fæðu.

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sig­ur­jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert