Eru Sigmundur og Bjarni snákaolíusölumenn?

Ingvi Hrafn Jónsson er í hressilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Ingvi Hrafn Jónsson er í hressilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. mbl.is/Rax

„Ég myndi móðgast ef menn segðu ekki að ég væri kjaftfor,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sem dregur ekki af sér í hressilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hann ræðir um fjölmiðla, pólitík og nýja ríkisstjórn sem hann er ekki ánægður með og gefur nánast falleinkunn.

„Það ríkti gríðarlega mikill efi um hæfni Bjarna Benediktssonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins. Ég efaðist aldrei um hann en þegar sjálfstæðismenn töluðu þannig í mín eyru að mér fannst keyra úr hófi fram þá bauð ég Bjarna til mín á Hrafnaþing. Ég held að hann hafi komið tíu sinnum og alltaf stóðst hann prófið. Ég sagði við fólk: „Þessi drengur getur þetta.“ Sigmundur Davíð var dagskrárgerðarmaður hjá mér í nokkra mánuði fram að kosningum. Ég ráðlagði honum að vera ekki mikið með viðtöl heldur tala við fólkið. Það er ekki vafi í mínum huga að það átti þátt í hinum mikla kosningasigri Framsóknarflokksins. Núna finnst mér Bjarni og Sigmundur eins og snákaolíusölumenn. Snákaolíusölumenn í Ameríku fóru um vestrið, flott klæddir, og stóðu á torgum og predikuðu um það hvað snákaolía væri góð. Hana keyptu sérstaklega konur af því að hún átti að vera allra meina bót en var bara litlaus vökvi. Það er oft sagt þegar menn hafa lofað einhverju: Hann er bara snákaolíusölumaður. Ég spyr: Eru þessir strákar snákaolíusölumenn?

Að mínu mati áttu Bjarni og Sigmundur Davíð að gera hundrað daga áætlum og á tíu daga fresti áttu þeir að stíga fram og segja okkur frá því hvernig verkefnum miðaði. Í staðinn eru allir í fríi. Ragnheiður Elín var í fríi, aðstoðarmaður hennar var í fríi, það náðist ekki í Hönnu Birnu dögum saman og fjármálaráðherrann var á Ítalíu og Englandi. Það er enginn að gera neitt,“ segir Ingvi Hrafn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert