Engin stórmál á Þjóðhátíð

Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum.
Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum. mbl.is/GSH

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að engin meiriháttar mál hafi komið upp í nótt. Þó hafi verið mikið um drykkjulæti undir morgun. Nokkuð hafi einnig verið um fíkniefnamál.

Sex gistu fangageymslur. Þá voru tveir handteknir fyrir þjófnað á alls 18 númeraplötum. 15 til 16.000 manns voru í Dalnum meðan á brekkusöngnum stóð. Lögregla telur að þar hafi aldrei verið fleiri.

 Þúsundir í Dalnum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert