Forsætisráðherrar funduðu á Gimli

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra og Greg Sel­in­ger, for­sæt­is­ráðherra Manitoba, áttu fund sam­an á Gimli í dag, fóru yfir sam­eig­in­leg hags­muna­mál og lögðu drög að heim­sókn Sel­in­gers til Íslands.

Sig­mund­ur Davíð seg­ir að þeir hafi rætt um mik­il­vægi ríkj­andi sam­skipta Manitoba og Íslands. Þeir hafi verið sam­mála um að vinna að því að auka þau á öll­um sviðum tækni, vís­inda, mennt­un­ar, menn­ing­ar og viðskipta. „Við rædd­um um hvernig hægt væri að gera það.“

Sel­in­ger hef­ur hug á að koma með sendi­nefnd til Íslands í haust. Sig­mund­ur Davíð seg­ir að á fund­in­um hafi haf­ist und­ir­bún­ing­ur að þeirri heim­sókn til þess að hún megi nýt­ast sem best.

Sig­mund­ur er heiðurs­gest­ur Íslend­inga­dags­nefnd­ar og flutti hátíðarræðu í Gimli-garði fyr­ir stundu. Hann þakkaði frá­bær­ar mót­tök­ur og sagði að fólk þyrfti að kynn­ast þessu mann­lífi Vest­ur-Íslend­inga. Það væri mik­il lífs­reynsla og ánægju­leg. Hann þakkaði Kan­ada fyr­ir að hafa tekið vel á móti ís­lensk­um inn­flytj­end­um og gert þeim mögu­legt að viðhalda menn­ing­unni og arf­leifðinni. Það hefði styrkt Ísland og Íslend­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert