Gagnrýnir „óþolandi“ hótanir ESB

Gunnar Bragi Sveinsson - utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson - utanríkisráðherra mbl.is/Eggert

„Það hefur ekki verið rætt í ríkisstjórn að lýsa yfir stuðningi við Færeyinga vegna hótana Evrópusambandsins í þeirra garð. Ég skil hins vegar þeirra afstöðu mjög vel varðandi fyrirhugaðar refsiaðgerðir og tek heilshugar undir þeirra gagnrýni. Það er óþolandi að ESB skuli, í krafti stærðar sinnar, beita smáríki hótunum sem þessum.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, í Morgunblaðinu í dag í tilefni af yfirvofandi refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum vegna aukins síldarkvóta.

Segir Gunnar Bragi að ef gripið yrði til sambærilegra aðgerða gegn Íslandi yrðu þær taldar ólöglegar. „Það er hins vegar ekki þar með sagt að við séum endilega sammála þeirri ákvörðun Færeyinga að auka veiðarnar einhliða. Viðbrögð ESB eru hins vegar ekki til þess fallin að ljúka málinu eða setja það í farsælli farveg.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert