Hvalirnir fá ekki frið

Hrefna.
Hrefna. mbl.is

„Það hafa ekki veiðst nema fimm til sex hrefnur í Faxaflóa á árinu og ein af ástæðunum fyrir því er sú að hvalirnir hafa ekki frið fyrir hvalaskoðunarmönnum. Þetta lið vill ekkert um þetta tala en það eru tvær ástæður fyrir fækkun hrefnu á svæðinu. Það er breyting á átumynstri en aðal ástæðan eru hvalaskoðunarbátar,“ segir Konráð Eggertsson, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á Ísafirði. Þetta kemur í frétt Bæjarins besta í dag. 

„Ef þú værir á matsölustað og værir með fullan gaffal af góðgæti, tilbúinn að renna því niður, og þá kæmi einhver helvítis hálfviti og lemdi í öxlina á þér, heldurðu að þú færir ekki á annan stað“ segir hann.

Í fréttinni kemur einnig fram að í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við fyrirspurn um ástand hvalastofna á Íslandi segi að talningar á hrefnu sýni mikla fækkun á grunnsævi við Ísland á undanförnum árum, en jafnframt miklar sveiflur frá ári til árs. Þetta bendi til að hér sé um að ræða breytingar á útbreiðslu innan stofnsvæðis fremur en minnkandi stofnstærð.

Frétt Bæjarins besta um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert