Ljósmóðir gaf sjúkrahúsinu tæpa milljón

Margrét Þórhallsdóttir gaf fæðingardeildinni 900.000 kr. til tækjakaupa.
Margrét Þórhallsdóttir gaf fæðingardeildinni 900.000 kr. til tækjakaupa.

Margét Þórhallsdóttir ljósmóðir sem starfaði í 40 ár á Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri gaf nýverið fæðingardeildinni 900.000 króna til tækjakaupa.

Margrét, er 88 ára gömul og starfaði á fæðingardeildinni frá 15. október 1955 til ársins 1995. „Við erum henni afar þakklát fyrir starf í þágu deildarinnar og þetta höfðinglega  framlag hennar kemur til með að  skipta miklu máli fyrir konur sem fæða á deildinni,“ segir í frétt á vef Sjúkrahússins á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert