Besti flokkurinn býður fram að nýju

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri. Kristinn Ingvarsson

Besti flokkurinn mun að nýju bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara á næsta ári. Hins vegar er alls óvíst hvort Jón Gnarr borgarstjóri muni vera á lista flokksins. „Mig langar til þess og mig langar ekki til þess,“ sagði Jón Gnarr í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun.

Jón sagðist bæði ekki búinn að gera það upp við sjálfan sig hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum auk þess sem hópurinn, Besti flokkurinn, hafi ekki gefið sér tíma til að setjast niður og ræða það mál. „Ég er náttúrlega ekki einn í þessu. Ég dró töluvert mikið af fólki í þetta þannig að ég hluti af heild.“

Hann sagði það hins vegar liggja nokkuð ljóst fyrir að Besti flokkurinn muni bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum að ári. Hins vegar liggi ekki fyrir hverjir skipa lista. 

Spurður að því hvort hann langi til þess að halda áfram sagði Jón að dagamunur væri á því. „Ég er bara ekki tilbúinn að svara því að svo stöddu, en von að ég geti gert það fljótlega.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert