Heimilar löndun makríls sem veiðist við Grænland

Heimilað hefur verið að landa makríl sem veiðist við Grænland …
Heimilað hefur verið að landa makríl sem veiðist við Grænland á Íslandi.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að heimila grænlenskum skipum sem stunda makrílveiðar við Grænland að landa makríl á Íslandi. Grænlensk skip eru núna við makrílveiðar við Grænland.

Ísland og Grænland gerðu með sér samning í apríl á þessu ári um makrílveiðar, en samkvæmt honum var heimilt að grænlensk og íslensk skip gætu landað allt að 12.000 lestum af makríl veiddum í grænlenskri lögsögu í íslenskum höfnum. Almenna reglan er sú að erlendum skipum sem stunda veiðar úr fiskistofnum, sem veiðast bæði innan og utan lögsögu Íslands, hefur ekki verið heimilt að landa afla sínum í höfnum hér á landi nema íslensk stjórnvöld hafi samið um nýtingu viðkomandi stofns. Sem kunnugt er hefur ekkert samkomulag tekist um nýtingu makrílsstofnsins.

„Í ljósi þess að landfræðilegar aðstæður og hafnleysi við Austur Grænland gera Grænlendingum þessar veiðar sérstaklega erfiðar án aðgangi að þjónustu í íslenskum höfnum, hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum til þess að rýmka þessar reglur á þann hátt að grænlenskum skipum verði heimilt að landa makríl hér á landi. Er þetta gert undir fyrrnefndu tvíhliðasamkomulagi á milli Íslands og Grænlands en verður endurskoðað fyrir makrílvertíð næsta árs,“ segir í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka