Sautján þeirra rúmlega 40 geislafræðinga sem sögðu störfum sínum á Landspítalanum lausum ætla ekki að draga uppsagnir sínar til baka fyrr en Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, verður endurráðin á spítalann.
Þetta segir Harpa Dís Birgisdóttir, varaformanns félagsins, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hún er ein þeirra geislafræðinga sem hafa ekki dregið uppsögn sína til baka.
Starf Katrínar var lagt niður í maí. Landspítalinn hefur síðan auglýst eftir geislafræðingi og hefur Katrín skilað inn umsókn, en hún starfaði áður sem kerfisgeislafræðingur. „Það er búið að brjóta algjörlega á réttlætiskennd okkar. Okkur finnst ekki hægt að formaður félagsins skyldi vera rekinn, sérstaklega þegar við erum í miðjum viðræðum,“ segir Harpa Dís.