Í skýrslu sem Ferðamálastofa gaf út í gær kemur fram að svonefndur náttúrupassi, sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað sérstaklega um, sé e.t.v. sýnd veiði en ekki gefin.
Hugmyndin með náttúrupassanum er sú að þeir borgi sem njóti. Ferðamaðurinn greiði fyrir passa sem veitir honum aðgang að gjaldsskyldum svæðum þar sem nauðsynlegt er að hafa aðstöðu fyrir gesti.
Í skýrslunni kemur hins vegar fram að þessi leið sé engin töfralausn vegna þess að ferðamenn ráðstafi yfirleitt tiltekinni fjárhæð til ferðalagsins, meðvitað eða ómeðvitað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.