Flugvélarnar þurfa að víkja fyrir hundum á flugbrautinni á Fáskrúðsfirði: Opið svæði fyrir besta vin mannsins

Gamla flugbrautin á Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð nýtur sín nú vel …
Gamla flugbrautin á Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð nýtur sín nú vel sem svæði þar sem hundar fá að njóta frelsisins. mbl.is/Albert Kemp

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa látið breyta gamalli flugbraut í opið svæði þar sem hundaeigendur geta mætt með hundana sína og látið þá hlaupa frjálsa um. Flugbrautin var lögð fyrir alllöngu en henni var lokað í ágúst árið 2005.

Svæðið er í eigu Fjarðabyggðar en alls eru fimm skilgreind hundasvæði í sveitarfélaginu þar sem hinir fjórfættu vinir mannsins fá að njóta frelsisins án hundaólar.

Þau skilyrði sem hundaeigendum eru sett fyrir notkun svæðisins er að gengið sé vel um og að allur hundaskítur á svæðinu sé fjarlægður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert