Graham sagðist ekki hommafælinn

Franklin Graham.
Franklin Graham. Ljósmynd/BGEA

„Ég er ekki homm­a­fæl­inn, hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigðum. Þeir mega lifa sínu lífi eins og þeim hent­ar. Það er hins veg­ar bjarg­föst trú mín að orð Guðs sé skýrt, hjóna­band er á milli karls og konu. Enga umræðu þarf um þetta atriði.“ Þetta sagði pré­dik­ar­inn Frank­lin Gra­ham sem boða mun boðskap sinn hér á landi í lok sept­em­ber.

Orð þessi lét Gra­ham falla í sjón­varpsþætti Piers Morg­ans á frétt­ar­ás­inni CNN í októ­ber 2012. Hann hef­ur raun­ar margoft haldið því sama fram í gegn­um árin. Í blogg­færslu á heimasíðu sam­taka sinna, Evangelísku Bill Gra­ham-sam­tak­anna, í lok síðasta árs sagði hann hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra aðeins topp­inn á ís­jak­an­um og að þjónk­un fjöl­miðla við sam­kyn­hneigða og hegðun þeirra end­ur­speglaði siðferðis­brest­inn í banda­rísku þjóðfé­lagi.

Árið 2003 studdi hann af­stöðu Geor­ge W. Bush, þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, til mál­efn­is­ins. „Það er sterk hreyf­ing að mynd­ast með hjóna­bönd­um fólks af sama kyni og ef for­set­inn skerst ekki í leik­inn og tek­ur mál­in í sín­ar hend­ur á þessu sviði eig­um við á hættu að glata hjóna­band­inu í þeirri mynd sem við þekkj­um það hér í land­inu,“ sagði Gra­ham þá.

Óvænt aug­lýs­ing sam­komu hér á landi

Frank­lin er son­ur hins þekkta sjón­varp­s­klerks Bill­ys Gra­hams, sem segja má að hafi verið and­leg­ur leiðtogi Rich­ards Nixons, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta. Raun­ar átti Billy Gra­ham fund með öll­um Banda­ríkja­for­set­um frá því Harry Trum­an gegndi því embætti árið 1950. Nú síðast með Barack Obama.

Billy Gra­ham stofnaði trú­boðið sem ber nafn hans árið 1950 og nýtti sér sjón­varpið og aðra fjöl­miðla, nú síðast netið, til að koma boðskap sín­um á fram­fari. Frank­lin hóf sjálf­ur að setja upp sam­kom­ur árið 1989, tók við sem fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna árið 2000 og for­seti 2002.

Kristni­boðssam­tök Bill­ys Gra­hams standa að sam­kom­unni Hátíð von­ar hér á landi í lok sept­em­ber í sam­starfi við ís­lensk­ar kirkj­ur og krist­in trú­fé­lög. Sam­kom­an fékk óvænta aug­lýs­ingu þegar þjóðkirkj­an ís­lenska setti inn frétta­til­kynn­ingu um hana á vefsvæði sitt. Það fór fyr­ir brjóstið á Sam­tök­un­um 78 enda til­kynn­ing­in sett inn þegar Hinseg­in dag­ar standa sem hæst. 

Gagn­rýni Sam­tak­anna 78 og fleiri varð til þess að þjóðkirkj­an ákvað að taka út til­kynn­ing­una. „Tíma­setn­ing­in gef­ur til­efni til að ætla að þjóðkirkj­an vilji gagn­rýna sam­kyn­hneigða og rétt­inda­bar­áttu þeirra,“ seg­ir á vef kirkj­unn­ar. Þá er áréttað að þjóðkirkj­an stend­ur ekki að Hátíð von­ar og stend­ur ekki fyr­ir komu Frank­lins Gra­hams hingað til lands.

Vís­ast hefði heim­sókn Gra­hams farið fram­hjá flest­um ef ekki væri fyr­ir þetta út­spil kirkj­unn­ar.

Í mars síðastliðnum var sagt frá sam­kom­unni og rætt við fram­kvæmda­stjóra Hátíðar von­ar. Þar sagði að svo­nefnd­ur Friðrik­skap­ellu­hóp­ur hefði átt frum­kvæði að sam­kom­un­um. „Það kom aðvör­un um það sum­arið 2008 að erfiðir tím­ar væru framund­an á Íslandi og hvatn­ing til krist­inna kirkna um að biðja,“ sagði Ragn­ar Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri þá. „Hóp­ur fólks úr ýms­um kirkj­um hóf að hitt­ast í Friðrik­skap­ellu í ág­úst 2008 til bæna og ákvað að halda því áfram. Svo kom hrunið. Síðan höf­um við haldið áfram að biðja fyr­ir yf­ir­völd­um, þjóðinni og and­legri vakn­ingu.“

Einnig á móti íslam

Frank­lin Gra­ham hef­ur þó ekki aðeins gagn­rýnt hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Hann vakti mikla og nei­kvæða at­hygli þegar hann lét þau orð falla að íslam væru „afar ill og óvæn trú­ar­brögð“. Þá kvaðst hann ekki vera viss um að Obama væri sann­krist­inn. „Ég get ekki sagt það af­drátt­ar­laust vegna þess að íslam hef­ur fengið frítt spil hjá Obama,“ sagði Gra­ham spurður hvort hann vildi þá lýsa því yfir að Obama væri mús­lími.

Gra­ham vísaði til þess að íslamsk­ir flokk­ar hefðu rutt sér til rúms í ar­ab­íska vor­inu og sagði viðbrögð Banda­ríkja­manna við of­sókn­um á hend­ur kristn­um minni­hluta­hóp­um í Mið-Aust­ur­lönd­um og Afr­íku mátt­lít­il. Hann sæi ekki bet­ur en Obama hefði „meiri áhyggj­ur af mús­lím­um þessa heims“ en „kristn­um mönn­um, sem eru myrt­ir í ís­lömsk­um lönd­um“.

Engu að síður var Gra­ham boðið að stýra bæna­stund í varn­ar­málaráðuneyt­inu í maí 2010 en það boð var aft­ur­kallað vegna and­mæla mús­líma.

Vefsvæði Hátíðar von­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert