„Sólarstundir síðasta 31 dag eru orðnar 177,5. Meðaltalið í júlí 1961-1990 er 171 stund.“
Þetta skrifar Sigurður Þór Guðjónsson veðursagnfræðingur, um sumarið á vefsíðu sinni og færir rök fyrir því að sumarið í ár hafi ekki verið undir meðallagi. Hann segir síðasta mánuð hafa verið fullkomlega eðlilegan miðað við venjuna á sumrin síðustu áratugi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Sigurður skoðar hve margir dagar með tíu klukkustunda sólskini hafi verið í sumar miðað við önnur sumur. Árin 2012 og 1929 eru þar efst á blaði með 43 daga frá júní til september, næst er 2011 með 42 daga. Meðaltal tíu stunda sólardaga í hverjum mánuði hefur verið mjög jafnt síðustu áratugi, þar voru átta dagar í júní og júlí, sjö í ágúst og 3-4 í september.