Geta ekki bjargað verkefnum

Sveinn Margeirsson.
Sveinn Margeirsson. mbl.is

Það er mjög óljóst hvernig verður með upp­bygg­ingu á tækja­búnaði sem þörf er á vegna varn­ar­efna­mæl­inga, þ.e. mæl­inga á varn­ar­efn­um líkt og t.d. skor­dýra­eitri. Einnig er óljóst með fleiri mæl­ing­ar sem Íslend­ing­ar hafa und­ir­geng­ist vegna EES-samn­ings­ins í kjöl­far þess að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins skrúfaði fyr­ir hina svo­kölluðu IPA-styrki.

Þetta seg­ir Sveinn Mar­geirs­son, for­stjóri Matís, en styrk­ir til Matís vegna verk­efna sem varða upp­bygg­ingu á rann­sókna­stof­um og gæðakerfi vegna mat­væla­eft­ir­lits eru á meðal þeirra styrkja sem falla niður í kjöl­far ákvörðun­ar­inn­ar.

Hafði sam­band við ráðuneyti

Sveinn bend­ir jafn­framt á að þetta hafi einnig þau áhrif að Matís geti ekki þjón­ustað Mat­væla­stofn­un, sem einnig var hluti af þessu verk­efni, með þeim hætti sem eft­ir­lits­skylda kveður á um. „Inni í þessu var þjálf­un á starfs­fólki bæði hjá Matís, Mat­væla­stofn­un og Heil­brigðis­eft­ir­liti sveit­ar­fé­lag­anna, að nokkru leyti, sem fell­ur þá niður,“ seg­ir Sveinn sem bæt­ir við að eins og staðan sé í dag hafi Matís ekki fjár­magn til að bjarga nein­um af þeim verk­efn­um sem hljóta áttu IPA-styrki.

Spurður að því hvort hann hafi haft sam­band við ut­an­rík­is­ráðuneytið í kjöl­far ákvörðun­ar­inn­ar seg­ir Sveinn svo vera. „Ef tæk­in verða ekki fjár­mögnuð með öðrum hætti þá mun­um við neyðast til að láta gera dýr­ari mæl­ing­ar er­lend­is en ella hefði verið,“ seg­ir Sveinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert