Láglaunastörfum fjölgar ört

mbl.is/Kristinn

Fækk­un fólks á at­vinnu­leys­is­skrá virðist einkum bund­in við þá sem hafa aðeins lokið grunn­skóla­prófi, en ríf­lega sex­tán sinn­um fleiri í þeim hópi hafa farið af skránni en há­skóla­menntaðir.

Alls voru 4.319 á at­vinnu­leys­is­skrá í júní í fyrra með grunn­skóla­próf en þeim hef­ur nú fækkað um rúm­lega þúsund og voru 3.283 í júní síðastliðnum. Til sam­an­b­urðar voru 1.609 á at­vinnu­leys­is­skrá með há­skóla­mennt­un í júní 2012 en 1.546 í júní sl. Fækkaði þeim því um 63 milli ára, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Að sögn Karls Sig­urðsson­ar, sér­fræðings hjá Vinnu­mála­stofn­un, má draga þá álykt­un af fjölg­un starfa inn­an mis­mun­andi ald­urs­hópa að lág­launa­störf­um hjá ungu fólki hafi fjölgað meira en bet­ur launuðum störf­um há­skóla­menntaðs fólks.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert