Árni Páll kominn með aðstoðarmann

Ásgeir Runólfsson
Ásgeir Runólfsson

Ásgeir Runólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar. Hann hefur störf 15. ágúst nk.

Ásgeir er fæddur árið 1983. Hann hefur lokið B.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka meistaranámi í hagfræði við sama skóla. Hann starfaði nú síðast hjá Capacent sem fjármála- og hagfræðiráðgjafi. Þar áður starfaði hann hjá Landsbankanum við greiningar á fasteignamarkaði og sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ.

Ásgeir var formaður Félags framhaldsskólanema, oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ og einn af aðstandendum Vefritsins. Í dag situr hann í framkvæmdaráði Sterkara Íslands. Hann hefur jafnframt gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna, m.a. sem varaformaður Ungra jafnaðarmanna og kosningastjóri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert