Fleiri banaslys í ár en allt árið í fyrra

Vettvangur slyssins á Suðurlandsvegi á laugardag frá Hádegismóum séð.
Vettvangur slyssins á Suðurlandsvegi á laugardag frá Hádegismóum séð. mbl.is/Gunnar Dofri

Fleiri bana­slys hafa orðið í um­ferðinni það sem af er ári en allt síðasta ár. „Í fyrra lét­ust níu manns í um­ferðarslys­um en nú hafa tíu lát­ist það sem af er ári,“ seg­ir Ein­ar Magnús Magnús­son, kynn­ing­ar­stjóri Sam­göngu­stofu.

„Til sam­an­b­urðar lét­ust sjö manns árið 2010. Í síðustu viku lét­ust fjór­ir í þrem­ur slys­um. Þetta eru skugga­leg­ar töl­ur. Ástæða slys­anna ligg­ur ekki fyr­ir en það verður að velta hverj­um steini til þess að kom­ast að því hvað það er sem mögu­lega skerðir at­hygli öku­mann­anna með ein­um eða öðrum hætti. Þegar niður­stöður rann­sókna liggja fyr­ir er hægt að reyna að fyr­ir­byggja að slys­in verði fleiri,“ seg­ir Ein­ar Magnús í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert