Aukið aðgengi barna að grófu klámi er sagt vera mikið áhyggjuefni og lengi hefur verið barist fyrir aðgerðum þar sem öryggi barna er tryggt.
Íslenska niðurhalssíðan Deildu.net hefur vakið umtalsverða athygli en þar er mikið framboð af grófu efni. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir mikið magn grófs efnis vera á þessum niðurhalssíðum. „Þær eru stútfullar af klámi sem er aðgengilegt öllum sem sækja um aðgang að síðunni.“
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, að nauðsynlegt sé að hafa eftirlit með síðum sem þessari.