Natan gefur kost á sér

Natan Kolbeinsson
Natan Kolbeinsson

Natan Kolbeinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Hallveigar - Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Natan hefur tekið þátt í starfi Ungra jafnaðarmanna frá árinu 2010, þegar hann tók sæti í framkvæmdastjórn sambandsins. Var hann formaður Hallveigar - UJR á árunum 2011 og 2012, varaformaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 árið 2012 og er sitjandi gjaldkeri félags ungra jafnréttissinna.

„Ástæða þess að ég gef kost á mér til að taka aftur við embætti formanns Hallveigar er að ég hef trú á því að Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands eigi ennþá fullt erindi við ungt fólk í landinu,“ segir Natan í fréttatilkynningu. „Ungir jafnaðarmenn og flokkurinn í heild þurfa að sýna að við séum sterk rödd ungs fólks.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka