Segir Vigdísi saka forstöðumenn um landráð

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, segir að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hafi með ummælum sínum í fréttum Ríkisútvarpsins sakað forstöðumenn opinberra stofnana um landráð.

„Þetta er ákveðin hertækni hjá Evrópusambandinu að lofa fé og æsa upp forstöðumenn ríkisstofnanna og starfsmenn þeirra við það að fá fjármagn til þess að fara í einhver verkefni,“ sagði Vigdís meðal annars í samtali við Ríkisútvarpið vegna umræðu um IPA-styrki Evrópusambandsins.

Ummæli Vigdísar urðu Birni Val tilefni til skrifa á vefsvæði sitt. Þar segir hann: „Hún vill því meina að forstöðumenn opinbera stofnana gangi erinda erlendra þjóða gegn greiðslu. Í raun er hún að saka allt þetta fólk um landráð.“

Þá segir Björn Valur að formenn stjórnarflokkanna verði annaðhvort að taka undir álit Vigdísar eða gera það að engu með afdráttarlausri yfirlýsingu. „Vigdís Hauksdóttir er ekki lengur afsökun fyrir hálfvitaskap af þessu tagi.“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert