Flestir gera ef til ráð fyrir lækkuðu vöruverði og góðum tilboðum á haustin þegar mörg fyrirtæki auglýsa útsölur. Glöggur neytandi áttaði sig á því svo er ekki alltaf, en hann bar saman tvo auglýsingabæklinga frá Bauhaus frá júní og ágúst.
Í júlí gafst viðskiptavinum Bauhaus kostur á að kaupa áhaldaskúr í garðinn og kostaði hann 279.995 krónur. Nú, um mánuði síðar, er skúrinn auglýstur aftur á útsöluverði. Í auglýsingunni segir að venjulegt verð á skúrnum sé 419.995 krónur en viðskiptavinum gefist nú kostur á að kaupa hann á 335.995 krónur, eða með 84.000 þúsund króna afslætti.
Að öðru leyti er lýsingin á vörunum eins og má því álykta að um sömu vöru sé að ræða, en hún hafi hækkað um 140.000 krónur milli mánaða.
Myndin fer eins og eldur í sinu um Facebook síðasta sólarhringinn en þegar hafa rúmlega 1.100 notendur deilt myndinni.